spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaZion, CP3, Westbrook og Mitchell líklegir í Asna NBA - Sjáum við...

Zion, CP3, Westbrook og Mitchell líklegir í Asna NBA – Sjáum við svipaðan leik í Dominos deildinni?

NBA deildin lagði það til í vikunni að mögulega væri hægt að setja upp keppni í Asna á milli leikmanna deildarinnar til þess að stytta þyrstum aðdáendum hennar stund í þeim samkomu og útgöngubönnum sem fylgja Covid-19 faraldrinum.

Samkvæmt Adrian Wojnarowski hjá mun deildin sjónvarpa þessu í samstarfi með ESPN.

Þá hefur Andrew Marchand hjá New York Post sagt að Chris Paul hjá Oklahoma City Thunder, Zion Williamson hjá New Orleans Pelicans, Russell Westbrook hjá Houston Rockets og Donovan Mitchell hjá Utah Jazz séu meðal þeirra sem séu líklegir til þess að taka þátt.

Hugmyndir með framkvæmdina á leikum eru eitthvað á reiki, en líklegt er þó að leikmennirnir verði hver á sínum velli, einir, en geti með hjálp samskiptatækni leikið leikinn.

Asni var hluti af Stjörnuhelgi NBA deildarinnar 2009 og 2010. Því var þá hætt vegna lítils áhuga áhorfenda. Slíkur leikur er þó talinn eiga betur við í dag í ljósi þess að ekkert annað er spilað vegna heimsfaraldurs Covid-19.

Gaman er að sjá að framleiðandi Stöðvar 2 Sport, Garðar Örn Arnarson virðist hafa tekið þessa hugmynd NBA deildarinnar á lofti, en í gær tísti hann til leikmanna Dominos deildar karla þar sem hann spurði þá Hörð Axel Vilhjálmson hjá Keflavík, Loga Gunnarsson hjá Njarðvík, Kára Jónsson hjá Haukum, Kristinn Geir Friðriksson fyrrum leikmann Keflavíkur, Tindastóls og Þórs Akureyri, Hlyn Bæringsson hjá Stjörnunni og Jón Arnór Stefánsson hjá KR hvort þeir væru klárir í slíkan leik.

Fréttir
- Auglýsing -