spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaRagnheiður eftir fyrsta árið með CBU Lancers "Nota það sem ég hef...

Ragnheiður eftir fyrsta árið með CBU Lancers “Nota það sem ég hef lært á síðasta ári til að byggja mér stærra hlutverk í öðru liði”

Fyrir rúmu ári síðan ákvað framherjinn Ragnheiður Björk Einarsdóttir að leggja land undir fót og ganga til liðs við CBU Lancers í Bandaríkjunum.. Lancers leika í Western Athletic hluta efstu deildar bandaríska háskólaboltanum.

Ragnheiður lék upp yngri flokka Hrunamanna og svo með meistaraflokki Hauka og Breiðabliks í Dominos deildinni. Besta tölfræði hennar til þessa án alls vafa á síðasta tímabilinu áður en hún fór út, 2018-19, þegar hún skilaði 8 stigum og 3 fráköstum á 20 mínútum að meðaltali í leik með Breðabliki í Dominos deild kvenna. Þá hefur Ragnheiður einnig leikið með öllum yngri landsliðum Íslands.

Karfan setti sig í samband við Ragnheiði og spurði hana út í þetta fyrsta ár í háskólaboltanum í Kaliforníu.

Hvernig fannst þér þetta fyrsta ár ganga hjá þér hjá Lancers?

“Mér fannst fyrsta árið mitt ganga vel. Okkur gekk mjög vel í non-conference og ég fékk mörg tækifæri og var að spila í kringum 10-15 mín í leik. Svo þegar við byrjuðum conference leikina okkar þá varð meiri samkeppni um spilatíma og mínúturnar minnkuðu smá. Yfir allt var ég samt ánægð með þetta ár körfuboltalega séð”

Voru mikil viðbrigði að flytja til Kaliforníu?

“Það voru mjög mikil viðbrigði. Alltaf mjög heitt og gott veður, maður var eiginlega alltaf í stuttbuxum. Það sem var líklega mesta viðbrigðið var fólkið. Á svæðinu sem skólinn er á eru mjög trúað fólk og skóla samfélagið er mikið byggt í kringum það”

Er mikill munur á körfuboltanum sem þú þurftir að aðlagast þarna og hér heima, hver er helsti munurinn?

“Það var frekar mikill munur á hraðanum þar sem það er spilað miklu hraðar úti. Svo er líka hlutverkaskiptingin miklu meiri þar sem maður er bara með sitt hlutverk og þú átt ekki að gera neitt annað en það í leikjum. Ef þú gerir það ekki vel þá færðu ekki að spila mikið. Við lyftum líka miklu meira, vorum að lyfta oftast allavega þrisvar í viku”

Er mikill munu á tímabilinu hér heima og úti í háskólaboltanum?

“Það var ekki mikill munur á planinu þegar við spiluðum í conference fyrir utan að við vorum að ferðast mjög langar leiðir til þess að keppa, lengsta ferðalagið var alla leið til Chicago. Þannig við misstum oft kannski af heilli viku í skólanum þegar við vorum með tvo útileiki í röð”

Nú endaði tímabilið nokkuð snemma hjá flestum í körfuboltaheiminum vegna Covid-19 faraldursins, voru það mikil vonbrigði? Náðuð þið að klára skólann?

“Það voru frekar mikil vonbrigði fyrir okkur þar sem skólinn minn er ný komin upp úr D1 þannig við fengum ekki að fara á confrence tournamentið en komumst á WBI sem er post-season tournament sem varð svo ekkert úr. Við munum svo klára skólan online”

Nú varst þú að klára þitt fyrsta ár í CBU, ertu á leiðinni aftur til Kaliforníu næsta haust? Hver eru helstu markmiðin körfuboltalega fyrir annað tímabilið?

“Ég ákvað áður en ég kom heim að ég ætlaði ekki að fara aftur í CBU en er að skoða aðra skóla og möguleika á að transfera vegna þess að mér fannst skólinn ekki henta mér. Annars eru markmið mín körfuboltalega að nota það sem ég hef lært á síðasta ári til að byggja mér stærra hlutverk í öðru liði”

Fréttir
- Auglýsing -