Síðastliðinn þriðjudag var Ólympíuleikunum í Tókýó frestað þangað til 2021 útaf kórónuveirufaraldrinum sem geisar um allan heim. Áttu þeir upphaflega að fara fram nú í sumar, en hefur nú verið frestað á einhvern tíma á næsta ári.
Þetta þýðir að sjálfsögðu að bæði kvenna og karlalið Bandaríkjanna þurfa að bíða með að verja þá Ólympíutitla sem þau unnu á leikunum í Ríó í Brasilíu árið 2016. Þá þarf karlalið þeirra að bíða eitt auka ár með að svara fyrir þá hömulegu frammistöðu sem liðið sýndi á heimsmeistaramóti síðasta árs, þar sem að þeir enduðu í sjöunda sæti, þrátt fyrir að vera ávallt í efsta sæti styrkleikalista þjóða.
Stóru spurningarnar við þessa frestun leikana nú er hvenær þeir muni fara fram, en ekki er endilega gefið að þeim verði frestað þangað til sumarsins 2021. Þar sem að tímabilið í NBA deildinni er venjulega frá október til júní hvert ár, væri það vont fyrir ekki bara Bandaríkin, heldur körfuknattleik í heild ef að leikarnir yrðu settir á þá mánuði. Því þá er það mjög ólíklegt að bestu leikmenn heims gætu tekið þátt í þeim.
Ekkert verið staðfest nákvæmlega hvenær leikarnir fari fram, en ef þeir verða færðir fram á næsta vor, hefur framkvæmdastjóri NBA deildarinnar, Adam Silver, sagt það að möguleiki sé á að hafa tilhögun deildarinnar þannig að hún verði búin áður en að leikarnir byrja. Það hjálpar þó lítið, því líklegt er að þá verði leikmenn deildarinnar mögulega að klára ansi langt tímabil, ef fram sem horfir með bæði það sem eftir er af 2019-20 tímabilinu og því næsta 2020-21.