spot_img
HomeFréttirNettómótið fer ekki fram í ár

Nettómótið fer ekki fram í ár

Nettómótið átti að fara fram í Keflavík og Njarðvík síðustu helgi. Því var hinsvegar frestað um ótilgreindan tíma sökum Covid-19 veirunnar.

Nú hafa mótshaldarar sent frá sér nýja fréttatilkynningu þess efnis að mótið fari ekki fram þetta árið, en muni næst vera haldið 6.-7. mars 2021.

Fréttatilkynninguna er hægt að lesa í heild hér fyrir neðan

Nettómótið 2020 fellur niður – Næsta mót 6.-7. mars 2021

Líkt og öllum er ljóst var Nettómótinu 7.-8. mars 2020 „frestað um ótilgreindan tíma“ skömmu eftir að neyðarstigi Almannavarna hafði verið lýst yfir vegna COVID-19. Þetta reyndist óhjákvæmileg ákvörðun eftir að afboðanir í stórum stíl tóku að berast í kjölfarið.


Þessi ákvörðun var sú erfiðasta sem mótshaldarar hafa nokkurn tíma staðið frammi fyrir og erfiðast af öllu var þó að bregðast þeim fjölmörgu börnum sem var búið að hlakka lengi til mótsins.


Unglingaráð körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur hafa nú fundað sérstaklega um framhaldið og hvaða möguleikar séu í stöðunni. Niðurstaðan er sú að við sjáum ekki raunhæfan möguleika á því að setja mótið aftur á dagskrá á þessu ári.


Næsta Nettómót, það þrítugasta í röðinni, verður því haldið 6.-7. mars 2021. Þar mun öllu verða tjaldað til svo upplifun gesta verði sem best.
Einnig hefur verið ákveðið að árgangi 2009, sem átti að vera elsti árangur á þessu móti, verði boðið að vera með á næsta móti.


Bestu kveðjur
KarfaN, hagsmunafélag

Fréttir
- Auglýsing -