Mikið er rætt um Kórónavírusinn þessa dagana og hafa körfuboltaáhugamenn áhyggjur af því hvað verður á næstunni ef til samkomubanns kemur. Líkt og Karfan greindi frá áðan var fundur fyrr í dag þar sem Sérsamböndin KKÍ, HSÍ og KSÍ funduðu með ÍSÍ um næstu skref.
Karfan heyrði stuttlega í Hannesi S. Jónssyni formanni KKÍ eftir að fundinum lauk í kvöld. Þar kom fram að á fundinum sátu einnig þeir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sem og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
„Þetta var mjög goður fundur og það sem skiptir mestu máli er að allt mótahald er áfram a dagskrá hjá okkur sem og öðrum sérsamböndum og sendum við póst í kvöld á félögin með þeim upplýsingum.“ sagði Hannes í samtali við Körfuna um það sem kom fram á fundinum og bætti við:
„Að sjálfsögðu getur allt gerst hratt og erum við áfram í góðu sambandi við yfirvöld og munum taka stöðuna áfram að morgni sem kvölds. Næsti stöðufundur hjá okkur í íþrottahreyfingunni verður seinnipartinn á miðvikudaginn ef ekkert nýtt gerist þangað til.“
Í máli Hannesar kemur fram að sérsamböndin öll hafi ákveðið að vera samstíga í þessu máli og taka því saman ákvarðanir ef grípa þarf til frekari aðgerða.