20. umferð Dominos deildar karla lýkur í kvöld með tveimur leikjum.
Í fyrri leik kvöldsins lagði Valur heimamenn í Þór á Akureyri með 87 stigum gegn 79.
Úrslitin þýða það að Valur heldur 10. sætinu sem þeir voru í fyrir leikinn. Þór, sem eru í 11. sætinu, geta ennþá bjargað sér, en til þess þurfa þeir að vinna síðustu tvo leiki tímabilsins gegn Grindavík og KR.
Seinni leikur kvöldsins er svo leikur KR og Stjörnunnar, en hann hefst kl. 20:15
Úrslit kvöldsins
Dominos deild karla:
Þór Akureyri 79 – 87 Valur
KR Stjarnan – Hefst klukkan 20:15