spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaLeikir dagsins: Fjórir leikir í Domino's deild karla

Leikir dagsins: Fjórir leikir í Domino’s deild karla

Tuttugasta umferð Domino’ deildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum, sem allir hefjast klukkan 19:15.

Í Dalhúsum tekur botnlið Fjölnis á móti Keflvíkingum, sem sitja í öðru sæti deildarinnar. Með sigri setja Keflvíkingar pressu á topplið Stjörnunnar í baráttunni um deildarmeistaratitilinn, en Fjölnismenn eru fallnir og hafa að litlu að keppa.

Í Ólafssal að Ásvöllum taka Haukar á móti Njarðvík. Bæði lið sigla lygnan sjó í fimmta og sjötta sæti deildarinnar, jöfn að stigum, og eru örugg í úrslitakeppnina. Bæði lið geta hins vegar með sigri gert atlögu að heimavallarrétti í úrslitakeppninni, en aðeins tvö stig eru upp í þriðja sæti deildarinnar.

Í Þorlákshöfn taka heimamenn í Þór á móti Tindastól. Skagfirðingar sitja í þriðja sæti, en þurfa á sigri að halda til að tryggja sig í baráttunni um heimavallarrétt í úrslitakeppninni, en með tapi geta Þórsarar svo gott sem stimplað sig út úr baráttu um sæti í úrslitakeppninni.

Loks taka Grindvíkingar á móti ÍR-ingum í Mustad-höllinni. Þessi lið sitja í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar, en ÍR-ingar hafa tryggt sæti sitt í úrslitakeppninni, á meðan Grindvíkingar eiga enn tölfræðilegan möguleika á að missa af úrslitakeppninni.

Líkt og áður segir hefjast allir leikir kvöldsins klukkan 19:15.

Fréttir
- Auglýsing -