spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaLeikir dagsins: Spennan um sæti í úrslitakeppni að aukast

Leikir dagsins: Spennan um sæti í úrslitakeppni að aukast

Tveir leikir fara fram í fyrstu deild karla í dag.

Breiðablik tekur á móti Sindra í Smáranum og á Selfossi mæta heimamenn liði Skallagríms.

Fyrir leik kvöldsins er Breiðablik í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum fyrir neðan Hamar og Hött, sem eru í fyrsta og öðru sætinu. Blikar mögulega búnir að missa af möguleikanum að vinna deildina og komast þar með beint upp, en eru væntanlega örvæntingafullir að ná í sigur í ljósi þess þeir hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni.

Þá er í hinum leiknum Selfoss í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppni fyrstu deildarinnar. Eru sem stendur sæti fyrir neðan hana, í því sjötta, en eiga tvo leiki til góða á Álftanes sem er í sætinu fyrir ofan og geta því ennþá vel komið í veg fyrir að fara í snemmbúið sumarfrí.

Staðan í deildinni

Leikir dagsins

Fyrsta deild karla:

Breiðablik Sindri – kl. 19:15

Selfoss Skallagrímur – kl. 19:15

Fréttir
- Auglýsing -