spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaHöttur sannfærandi í mikilvægum sigri á Blikum

Höttur sannfærandi í mikilvægum sigri á Blikum

Það var þéttsettin bekkurinn í VHE höllinni á Egilsstöðum þegar Breiðablik mættu í heimsókn í kvöld. 

Leikurinn í kvöld var þriðja viðureign þessara liða í vetur, Blikar sóttu sigur í framlengingu snemma í haust meðan Höttur vann 3 stiga sigur í Smáranum í síðasta leik fyrir jólafrí. Fyrir leikinn voru bæði lið í harðri baráttu um efsta sætið og ljóst að bæði lið tilbúin að selja sig dýrt í kvöld.

Leikurinn byrjaði mjög jafn og frekar rólegur, greinilegt að hvorugt liðið vildi gefa færi sér. Liðin spila frekar ólikan bolta, Blikar vilja spila hratt og skjóta mikið af þristum og vilja helst skora 100 stig í hverjum leik. Meðan Höttur einbeitir sér að varnarleik, eru fastir fyrir og tilbúnir að spila langar sóknir í hvert skipt.

Höttur náði að slíta sig frá snemma leiks en Blikar náðu að minnka muninn niður í níu stig rétt fyrir hálfleikinn, 48-39.

Heimamenn voru með forystuna allan leikinn en Blikar gerðu vel í byrjun fjórða leikhluta er liðið minnkaði muninn í fjögur stig. Þá gaf Höttur í og sigraði að lokum sannfærandi. Lokatölur 93 – 81 fyrir Hetti sem heldur enn í toppsæti 1. deildarinnar.

Hjá Hetti var það Matej Karlovic sem leiddi sóknarleikinn í kvöld, endaði með 25 stig. Hjá Blikum var Árni Elmar Hrafnsson sem kom sterkur af bekknum. Hann dróg vagninn sóknarlega, reif lið sitt upp þegar munurinn var orðin mikil og endaði með 23 stig.

Dómarar leiksins voru þeir Sigmundur Már Herbertsson og Davíð Kristján Hreiðarsson og þeir voru gríðarlega flottir í kvöld.

Tölfræði leiksins 

Leikurinn í heild sinni 

Viðtal:

Umfjöllun: Pétur Guðmundsson

Fréttir
- Auglýsing -