Toppbaráttan í 1. deild karla er í algleymi þessa dagana og fátt sem skilur að toppliðin tvö. Þrír leikir fóru fram í kvöld.
Hamar vann öruggan sigur á Snæfell í Hveragerði og heldur því enn í toppsætið með Hetti. Höttur vann nefnilega stórleik umferðarinnar gegn Breiðablik. Hattarmenn leiddu allan leikinn og segja má að sigurinn hafi verið sannfærandi.
Breiðablik er því búið að missa af efstu tveimur liðunum en eitt lið kemst beint upp í Dominos deildina. Fátt virðist aðskilja Hamar og Hött en liðin mætast í lokaumferðinni þann 20. mars næstkomandi í Hveragerði. Fátt virðist koma í veg fyrir að það verði hreinn úrslitaleikur um sæti í Dominos deildinni að ári.
Úrslit dagsins
Fyrsta deild karla:
Höttur 93-81 Breiðablik
Hamar 108-79 Snæfell
Sindri – Álftanes (enn í gangi)