spot_img
HomeFréttirLeikur dagsins: Ísland mætir Kósovó kl. 18:00

Leikur dagsins: Ísland mætir Kósovó kl. 18:00

A landslið karla mætir í dag liði Kósovó í höfuðborginni Pristina kl. 18:00.

Leikurinn er sá fyrsti sem liðið leikur í forkeppni að undankeppni heimsmeistaramótsins 2023.

Íslenska liðið leikur í einum af tveimur fjögurra liða riðlum í riðli með Slóvakíu, Kosovó og Lúxemborg. Efstu tvö liðin í lok þriðja gluggans í febrúar 2021, þegar liðin hafa leikið heima og að heiman, fara áfram í aðra umferð keppninnar þar sem efstu tvö liðin úr hinum riðlinum í þessari keppni auk átta liða sem ekki ná inn á lokamót EuroBasket 2021 mynda tvo nýja riðla. Þar verður leikið að nýju um laus sæti í undankeppni HM 2023.

Verður leikurinn í beinni útsendingu á RÚV 2 kl. 18:00

Hópur liðsins

#NafnStaðaHæðF. árFélagLandsleikir
4Gunnar ÓlafssonB1931993Stjarnan18
5Ragnar Ágúst NathanaelssonM2181991Valur45
7Pétur Rúnar Birgisson B1861996Tindastóll9
11Tómas Þórður Hilmarsson F2011995Stjarnan4
12Kári Jónsson B1921997Haukar10
13Hörður Axel Vilhjálmsson (FL)B1961988Keflavík82
14Kristinn Pálsson B1971997Njarðvík13
17Breki Gylfason F2031997Haukar6
21Ólafur Ólafsson F1941991Grindavík36
23Hjálmar Stefánsson F1991996Haukar15
32Tryggvi Snær HlinasonM2161997Zaragoza, Spánn37
66Sigtryggur Arnar BjörnssonB1801993Grindavík8

Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Hjalti Þór Vilhjálmsson
Sjúkraþjálfari: Halldór Fannar Júlíusson

Fréttir
- Auglýsing -