spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaLeikir dagsins: Fallbaráttuslagur í Smáranum

Leikir dagsins: Fallbaráttuslagur í Smáranum

Eftir úrslitahelgi Geysisbikarsins heldur Domino’s deild kvenna áfram í kvöld með þremur leikjum.

Í Smáranum tekur Breiðablik á móti Grindavík í sannkölluðum fallbaráttuslag. Fyrir leik eru liðin jöfn að stigum á botni deildarinnar, en Grindavík er með betri stöðu í innbyrðis viðureignum liðanna.

Í Origo höllinni á Hlíðarenda mæta nýkrýndir bikarmeistarar Skallagríms til leiks gegn Íslandsmeisturum Vals. Valskonur eru fyrir leik með sex stiga forystu á toppi deildarinnar, en Skallagrímur eru í hörkubaráttu um síðasta lausa sætið í úrslitakeppni deildarinnar, og sitja sem stendur í fjórða sæti, jafnar Keflvíkingum.

Í DHL-höllinni taka KR-ingar á móti Haukum. KR siglir lygnan sjó í öðru sæti deildarinnar, á meðan Haukar eru í því þriðja, tveimur stigum á undan Skallagrími og Keflavík.

Einnig er leikið í 1. deild kvenna, en Fjölniskonur taka á móti ÍR í Dalhúsum.

Allir ofangreindir leikir hefjast klukkan 19:15 að undanskildum leik Vals og Skallagríms, sem hefst klukkan 18.

Fréttir
- Auglýsing -