Elvar Már Friðriksson og Rytas lögðu Bahcesehir í Meistaradeild Evrópu í kvöld, 95-88.
Rytas eru eftir leikinn í efsta sæti J riðils keppninnar með einn sigur og eitt tap eftir fyrstu tvo leiki 16 liða umferðar keppninnar.
Elvar Már lék rúmar 16 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 5 stigum, 2 fráköstum og 4 stoðsendingum.
Næsti leikur Rytas í keppninni er þann 8. febrúar gegn Bonn.