Bandarískur leikmaður Grindavíkur hefur verið dæmdur í eins leiks bann fyrir háttsemi sína í leik liðsins gegn Stjörnunni þann 3. febrúar síðastliðinn.
Bannið mun þó ekki taka gildi í leik liðsins í kvöld gegn Fjölni, heldur mun það vera frá hádegi á morgun. Fari Grindavík í úrslitaleikinn, sem er á laugardaginn, mun hann því vera í banni gegn Stjörnunni eða Tindastól þá.
Komist Grindavík hinsvegar ekki í úrslitaleikinn, verður hann í banni í fyrsta leik eftir bika, sem er gegn Val í Dominos deildinni.