ÍR hefur komist að samkomulagi við bakvörðinn Auði Írisi Ólafsdóttur um að leika með liðinu í fyrstu deild kvenna.
Auður er 27 ára leikstjórnandi sem upprunalega er úr Haukum, en þá hefur hún einnig leikið með Skallagrím, Breiðablik og Stjörnunni í efstu deild, ásamt því að hafa verið hluti af landsliði Íslands.
Auður lék sinn fyrsta leik fyrir liðið í dag þegar þær lögðu Tindastól nokkuð örugglega, 106-49, en á 15 mínútum spiluðum skilaði hún 6 stigum, 3 stoðsendingum og 3 stolnum boltum.
ÍR er sem stendur í 3. sæti fyrstu deildarinnar, með jafn mörg stig og Keflavík sem er í 2. sætinu.