spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaEverage kveikti í frystikistunni

Everage kveikti í frystikistunni

Í Hveragerði mættu Álftnesingar galvaskir eftir að hafa unnið fjóra leiki í röð, og mættu Hamri sem einnig var á góðu flugi með 5 sigra í röð. Álftanes er í harðri baráttu við Vestra um 4 sætið, á meðan Hamar keppir um efsta sætið við Breiðablik og Hött.


Leikurinn byrjaði að miklum krafti og liðin voru að hitta vel til að byrja með, mikið var skorað og staðan 19-19 eftir 7 mínútna leik. Hamarsmenn lokuðu þó leikhlutanum betur og höfðu 7 stiga forskot 27-20.


Hrafn náði aftur að gíra sýna menn upp í baráttuna og breyttu þeir stöðunni í 29-28. Hamarsmenn búa hins vegar yfir miklum gæðum í sínu liði og náðu þeir aftur að brúa bilið 40-31. Álftnesingar voru hinsvegar ekki komnir til þess að færa Hamri sigurinn. Flautu karfa frá fyrrum leikmanni Hamars Samuel Prescott kom muninum niður í 5 stig 45-40 í hálfleik.

Í þriðja leikhluta voru það síðan gestirnir sem réðu lögum og náðu þeir að snúa leiknum sér í vil. Hamarsmenn virtust ráða viltir í sóknarleik sýnum á meðan Álftanes skoraði 27 stig í leikhlutnaum og náði 6 stiga forskoti 61-67 fyrir loka fjórðunginn.


Fjórði leikhlutinn hófst síðan á körfu frá Birgi Birni og Álftnesingar með 8 stiga forskot. Þá aftur á móti hrukku Hamarsmenn í gírinn og settu niður 12 stig í röð 73-69. Everage Richardson fór fyrir Hamarsmönnum í leikhlutanum og setti hann niður 17 stig í leikhlutanum ásamt því að gefa 4 stoðsendingnar, eitthvað sem margir myndu sætta sig við að gera í heilum leik. Everage kveikti í Frystikistunni með hverjum þristinum á fætur öðrum og að lokum náðu Hamarsmenn í 13 stiga sigur 96-83.


Everage Richardson var atkvæðamestur Hamarsmanna með 32 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar. Einnnig hlóð Michael Philips í huggulega tvennu með 21 stig og 10 fráköst. Hjá gestunum var Samuel Prescott með 23 stig og Birgir Björn með 18 stig og 12 fráköst.

Næsti leikur Hamars er toppslagur í Kópavogi á þriðjudagskvöldið gegn Breiðablik. En á sama tíma taka Álftnesingar á móti Hetti sem er einnig í þessu þriggja hesta kapphlaupi um efsta sæti deildarinnar.

Tölfræði leiks

Umfjöllun / Ívar Örn

Fréttir
- Auglýsing -