Nágrannarnir frá Höfn í Hornafirði mættu í VHE Höllina í síðasta slagnum um Austurlandið þetta árið.
Fyrir leikinn deildu Hattarmenn efsta sætinu með Hamri og Breiðablik meðan Sindri er í neðri partinum.
Höttur byrjaði leikinn betur og virtust hafa góða stjórn á leiknum. Munurinn eftir fyrsta leikhluta 31-18 og það sást strax í hvað stemmdi.
Í öðrum leikhluta náðu Hattarmenn að þvinga Sindra í mörg slök skot og gengu á lagið og juku forskotið enn meir. Staðan í hálfleik 56-30.
Seinni hálfleikur byrjaði fjörlega og bæði lið virtust ætla keyra aðeins upp hraðan. Gæði leiksins hins vegar liðu aðeins fyrir það og sókarnýting liðana ekkert of góð. Viðar greip þá inní um miðjan leikhlutan, tók leikhlé og brýndi sína menn og kallaði eftir einbeittingu á báðum enda vallarins.
Hattarmenn tók vel við sér með 20-7 kafla og Staðan eftir 3 leikhluta 87-43
Í fjórða leikhlutavoru fengu ungir leikmenn heimamanna að spreyta sig og áttu fínar innkomur. Hreinn Gunnar Birgisson kom einnig inní í liðið og spilaði með ungu strákunum og sýndi að hann hefur engu gleymt. Hann verður góð viðbót fyrir lokasprettinn.
Lokatölur 107 – 63
Atkvæðamestir
Hjá Hetti var það Brynjar Snær Grétarsson alveg sjóðandi heitur með 24 stig og setti 8/9 þriggja stiga skotum sínum og var algerlega frábær. Hann tók svo 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar og endaði með 43 framlagspunkta!
Hjá Sindra var það Robert Nortmann sem var með 24 stig og 10 fráköst
Strákarnir hans Halldórs Steingríms hafa verið jafnt og þétt að bæta sinn leik í vetur og oft verið nálægt þvi að ná í úrslit. Eitthvað hefur nú kvarnast úr hópnum hjá þeim og var td. Andrée Fares Michelsson ekki með í kvöld vegna meiðsla og munar nú um minna.
Tölfræði
Leikurinn í heild sinni
Dómarar leiksins voru þeir Bjarki Þór Davíðsson og Egill Egilsson og áttu þeir fínan leik.
Umfjöllun: Pétur Guðmundsson