spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaBoltinn Lýgur Ekki: Vantraust í Vesturbænum, Agaleysi í Grindavík og Væl á...

Boltinn Lýgur Ekki: Vantraust í Vesturbænum, Agaleysi í Grindavík og Væl á Vesturströndinni

Í nýjasta þættinum af Boltinn Lýgur Ekki fékk Véfréttin þá Guðmund Auðun og Tómas Steindórsson AKA Þann Raunverulega í heimsókn í stofuna í Vesturbænum.

Litríkur leikmaður vikunnar var sveitakallinn og álitsgjafinn Fannar Ólafsson, en með honum fylgir lag Dabba T og Jóa Dags, 107, sem er einskonar óður til Vesturbæjarins, þar sem að Fannar vann þá einhverja titlana.

Þá er heimshornið á sínum stað þar sem farið er yfir afrek íslendinga í útlöndum.

Í Dominos hlutanum var rætt um öll lið deildarinnar, ekki alveg í röð en svo gott sem: Eru Njarðvík pretenders? Fáránlegt agaleysi í Grindavík. Tekur Di Nunno allar mínútur af Matthíasi Orra? Eru Stjörnumenn óstöðvandi? Er Kári Jónsson kominn á skrið? Krúttlegasti blaðamannafundur sögunnar. Til hvers er þessi hagnaðarregla? Bjargar Þór Ak sér og margt, margt fleira.

Í NBA hlutanum skoðuðu menn yfirstandandi treidsíson í NBA, nýtt 4gurra liða treid Rockets, Nuggets, Hawks og Timberwolves, Vælið í Devin Booker og Bradley Beal, stórskrítið mál Igoudala í Memphis, Rockets lið þar sem enginn er stærri en Hlynur Bærings, Boston Celtics og margt, margt fleira.

Boltinn lýgur ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram.

Dagskrá:

00:00 – Létt Hjal
02:00 – Fannar Ólafsson
08:20 – Dominos og fyrsta deild karla
01:13:00 – Heimshornið
01:16:00 – NBA deildin

Fréttir
- Auglýsing -