spot_img

Arnór heim í KR

Íslandsmeistarar KR hafa samið við leikstjórnandann Arnór Hermannsson um að leika með liðinu í Dominos deild karla.

Arnór ætti að vera stuðningsmönnum liðsins kunnur, en hann lék upp alla yngri flokka félagsins og var hluti af liði þeirra sem vann Íslandsmeistaratitla 2016, 2017 og 2018. Síðan þá hefur hann leikið með Breiðabliki og ÍR í Dominos deildinni.

Fréttir
- Auglýsing -