ÍA tók á móti Ármenningum í botnslag 2. deildar í dag. Ármann sat fyrir leikinn sem fastast á botni deildarinnar án stiga eftir 15 leiki og ÍA í sætinu fyrir ofan með aðeins 6 stig eftir 14 leiki.
Chaz Franklin var mættur aftur í búning ÍA eftir að hafa verið í leikbanni í síðusta leik auk þess sem nýrir leikmenn ÍA, William Thompson og Guðjón Hlynur Sigurðarson spiluðu sína fyrstu leiki fyrir félagið auk þess sem Thódór Már Guðmundsson spilaði sinn fyrsta heimaleik fyrir ÍA.
Ármenningar byrjuðu leikinn betur og voru komnir 10 stigum yfir strax um miðjan fyrsta leikhluta og héldu þeirri forystu meira og minna þar til á síðustu mínútur fyrrihálfeiks þar sem Skagamenn náðu að jafna leikinn. Ármann átti svo síðustu sókn hálfleiksins sem endaði með 3ja stiga skoti, spjaldið ofaní, um leið og leikklukkan gall. Hálfleikstölur 48-51 fyrir gestina.
ÍA hóf seinni hálfleikinn að krafti og byggðu upp smá forystunni sem Ármenningar reyndu að stoppa. Sóknarfráköst ÍA og tapaðir boltar Ármenninga gerðu það að verkum að heimamenn leiddu fyrir 4. leikhluta 75-66 eftir að hafa sett niður 3ja stiga skot rétt áður en klukkan gall. Tóninn gefinn fyrir lokaleilhlutann og öruggur 102-88 sigur ÍA staðreynd.
Dýrmæt 2 stig í húsi hjá ÍA á meðan leit Ámenninga að fyrsta sigri tímabilsins heldur áfram.
Hjá heimamönnum fór mest fyrir nýju mönnunum Guðjóni og William en hjá Ármenningum var það Sigmar Björnsson sem var fremstur meðal jafningja.
Umfjöllun / HGH
Myndir / Jónas H