18. umferð Dominos deildar kvenna fór fram í kvöld með fjórum leikjum.
KR lagði Skallagrím í Borgarnesi, Snæfell vann heimakonur í Grindavík, Haukar sigruðu Breiðablik í Ólafssal og í Origo Höllinni höfðu Íslandsmeistarar Vals betur gegn Keflavík.
Þá fór fram fyrsti leikur 16. umferðar Dominos deildar karla þegar að Keflavík vann Val í Origo Höllinni.
Í fyrstu deild karla unnu svo Álftnesingar lið Selfoss.
Úrslit kvöldsins
Dominos deild karla:
Valur 68 – 96 Keflavík
Dominos deild kvenna:
Skallagrímur 72 – 77 KR
Grindavík 57 – 59 Snæfell
Haukar 79 – 42 Breiðablik
Valur 80 – 67 Keflavík
Fyrsta deild karla:
Álftanes 81 – 79 Selfoss