Grindavík og Snæfell mætast í Mustad Höllinni í kvöld í 18. umferð Dominos deildar kvenna.
Grindavík sem stendur í neðsta sæti deildarinnar, tveimur stigum fyrir neðan Breiðablik, sem er í 7. sætinu. Snæfell er svo sætinu ofar, í því 6.
Í ljósi mikilvægi leiksins fyrir liðið hefur stjórn Grindavíkur ákveðið að frítt verði inn á hann fyrir alla sem vilja og eru bæði Grindvíkingar, sem og Hólmarar eindregið hvattir til þess að leggja leið sína í Mustad Höllina.