18. umferð Dominos deildar kvenna fer fram í kvöld með fjórum leikjum.
Skallagrímur tekur á móti KR í Borgarnesi, Snæfell heimsækir Grindavík, Haukar og Breiðablik mætast í Ólafssal og í Origo Höllinni eigast við Keflavík og Íslandsmeistarar Vals.
Einnig fer fram fyrsti leikur 16. umferðar Dominos deildar karla þegar að Valur tekur á móti Keflavík. Því um að ræða tvíhöfða í Origo Höllinni þetta kvöldið þar sem bæði kvenna og karlalið taka á móti Keflavík.
Þá er einn leikur í fyrstu deild karla, þar sem að Álftanes og Selfoss mætast í Forsetahöllinni.
Leikir dagsins
Dominos deild karla:
Valur Keflavík – kl. 18:15
Dominos deild kvenna:
Skallagrímur KR – kl. 19:15
Grindavík Snæfell – kl. 19:15
Haukar Breiðablik – kl. 19:15
Valur Keflavík – kl. 20:30
Fyrsta deild karla:
Álftanes Selfoss – kl. 19:15