spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÚrslit: Höttur enn á toppnum eftir sigur í Borgarnesi

Úrslit: Höttur enn á toppnum eftir sigur í Borgarnesi

Fjórir leikir fóru fram í 1. deild karla í kvöld. Leikið var á mörgum stöðum landsins og fóru einnig fram frestaðir leikir.

Á Ísafirði voru fyrrum leikmenn KFÍ í brúnni hjá báðum liðum en Hrafn Kristjánsson mætti með lærisveina sína í Álftanesi til að mæta Vestra. Skemst er frá því að segja að Álftanes sótti sterkan sigur á Ísafjörð og má lesa meira um það hér.

Vesturlandsliðin Snæfell og Skallagrímur fengu skell á sínum heimavöllum gegn liðunum á toppnum, Hetti og Breiðablik. Þá vann Selfoss fimmta leik sinn á tímabilinu er liðið fékk botnlið Sindra í heimsókn.

Staðan í deildinni

Úrslit kvöldsins – 1. deild karla:

Skallagrímur 64-88 Höttur

Snæfell 73-111 Breiðablik

Myndasafn (Sumarliði Ásgeirsson)

Vestri 75-80 Álftanes

Selfoss 88-81 Sindri

Fréttir
- Auglýsing -