spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaHólmarar höfðu betur í baráttunni um Vesturlandið

Hólmarar höfðu betur í baráttunni um Vesturlandið

Snæfell lagði Skallagrím í Stykkishólmi fyrr í kvöld í 17. umferð Dominos deildar kvenna, 73-54. Eftir leikinn er Snæfell sem fyrr í 6. sæti deildarinnar á meðan að Skallagrímur er nokkuð á undan þeim í því 5.

Það voru heimakonur í Snæfell sem byrjuðu leik kvöldsins betur, leiddu með 9 stigum eftir fyrsta leikhluta, 19-10. Undir lok fyrri hálfleiksins ná gestirnir úr Borgarfirði að gera vel í að hleypa þeim ekki lengra framúr sér, staðan 35-30 fyrir Snæfell þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik.

Í upphafi seinni hálfleiksins er leikurinn svo áfram jafn og spennandi. Snæfell þó skrefinu á undan, með 8 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann, 48-40. Í honum tóku þær svo öll völd á vellinum og unnu að lokum mjög öruggan 19 stiga sigur, 73-54.

Atkvæðamest heimakvenna í leiknum var Anna Soffía Lárusdóttir með 13 stig, 7 fráköst og 2 stoðsendingar. Fyrir Skallagrím var það Emilie Sofie Hesseldal sem dróg vagninn með 16 stigum og 12 fráköstum.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Summi)

Fréttir
- Auglýsing -