spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaErfiður fyrsti leikhluti Fjölnismönnum að falli í Vesturbænum

Erfiður fyrsti leikhluti Fjölnismönnum að falli í Vesturbænum

KR lagði Fjölni fyrr í kvöld í 14. umferð Dominos deildar karla, 96-83. Eftir leikinn er KR í 4.-5. sæti deildarinnar ásamt Njarðvík á meðan að sem fyrr vermir Fjölnir 12. sætið.

Það voru Íslandsmeistararnir sem byrjuðu leik kvöldsins betur. Leiddu með 18 stigum eftir fyrsta leikhluta, 35-17. Undir lok fyrri hálfleiksins vöknuðu Fjölnismenn þó til lífsins og unnu aðeins niður þetta forskot, sem var þó 12 stig þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 56-44.

Í upphafi seinni hálfleiksins gerði KR vel í að halda í það forskot sem þeir höfðu byggt upp í fyrsta leikhlutanum. Munurinn enn 13 stig fyrir lokaleikhlutann, 76-63. Í honum gerðu þeir svo nóg til að sigla að lokum nokkuð öruggum 13 stiga sigur í höfn, 96-83.

Atkvæðamestur heimamanna í leiknum var Michael Craion, en á rúmum 26 mínútum spiluðum skilaði hann 25 stigum, 6 fráköstum, 3 stoðsendingum og 3 stolnum boltum. Fyrir gestina úr Grafarvogi var það Viktor Moses sem dróg vagninn með 35 stigum og 4 fráköstum.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)

Fréttir
- Auglýsing -