14. umferð Dominos deildar kvenna lauk á dögunum, en í henni frestaðist leikur Keflavíkur og Snæfells um nokkra daga. Þar af leiðandi var ekki hægt að velja lykilleikmann umferðarinnar fyrr en eftir þennan síðasta leik.
Lykilleikmaður 14. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Grindavíkur, Bríet Sif Hinriksdóttir. Á rúmum 38 mínútum spiluðum í fyrsta sigurleik hennar kvenna í vetur gegn Breiðablik var Bríet besti leikmaður vallarins.
Skilaði 39 stigum, 7 fráköstum, 3 stoðsendingum og 8 stolnum boltum. Þá var skilvirkni hennar til fyrirmyndar, setur niður 70% skota sinna, en frammistaða hennar taldi 44 framlagsstig í leiknum. Sem er það lang hæsta sem íslenskur leikmaður hefur skilað í einum leik það sem af er vetri. Næst henni er Gunnhildur Gunnarsdóttir, sem skilaði 36 framlagsstigum í 15. umferðinni gegn Grindavík í byrjun desember.
- umferð – Kiana Johnson (Valur)
- umferð – Daniela Wallen Morillo (Keflavík)
- umferð – Þóra Kristín Jónsdóttir (Haukar)
- umferð – Kiana Johnson (Valur)
- umferð – Emelie Sofie Hesseldal (Skallagrímur)
- umferð – Sanja Orazovic (KR)
- umferð – Daniela Wallen Morillo (Keflavík)
- umferð – Emelie Sofie Hesseldal (Skallagrímur)
- umferð – Kiana Johnson (Valur)
- umferð – Daniela Wallen Morillo (Keflavík)
- umferð – Gunnhildur Gunnarsdóttir (Snæfell)
- umferð – Kiana Johnson (Valur)
- umferð – Emelie Sofie Hesseldal (Skallagrímur)
- umferð – Bríet Sif Hinriksdóttir (Grindavík)
- umferð – Gunnhildur Gunnarsdóttir (Snæfell)