Þröstur Leó Jóhannsson, leikmaður Keflavíkur, er gestur í áttunda þætti af Undir Körfunni. Áttundi þætti er skipt upp í tvo hluta og í seinni hluta ræðir Þröstur meira um ríginn milli Keflavíkur og Njarðvík sem er innbyggður í alla íbúa í Reykjanesbæjar, Þröstur er blár í gegn og getur því aldrei valið neitt sem er grænt á litinn.
Farið er yfir ákveðna leiki á tímabilinu sem er að líða og sérstaklega innkomu hans í sigurleiknum gegn Val sem vannst með einu stigi á loka sekúndu leiksins. Þröstur ræðir meiðsli David Okeke í leiknum gegn Tindastól og hlutverk Þrastar í liði Keflavíkur.
Þröstur svarar spurningum af Subway-spjallinu, sætustu sigrar hans á ferlinum og stemninguna í klefanum í Keflavík.
Umsjón: Atli Arason
Undir Körfunni er í boði Subway, Lykils og Kristalls.