Martin Hermannsson leikmaður Valencia í ACB deildinni á Spáni og íslenska landsliðsins varð fjórði í kjörinu á íþróttamanni ársins 2021. Flest atkvæðin þetta árið fékk handboltamaðurinn Ómar Ingi Magnússon leikmaður Magdeburg í Þýskalandi, önnur var Kolbrún Þöll Þorradóttir fimleikakona úr Stjörnunni og sú þriðja Kristín Þórhallsdóttir kraftlyftingakona úr ÍA.
Hér fyrir neðan má sjá þann 21 íþróttamann sem fengu flest atkvæði, en annað körfuknattleiksfólk á listanum var Elvar Már Friðriksson leikmaður Antwerp Giants í Belgíu í 11. sætinu og Helena Sverrisdóttir leikmaður Hauka í Subway deildinni í 21. sætinu.
- Ómar Ingi Magnússon, handbolti 445
- Kolbrún Þöll Þorradóttir, fimleikar 387
- Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar 194
- Martin Hermannsson, körfubolti 150
- Aron Pálmarsson, handbolti 143
- Júlían J.K. Jóhannsson, kraftlyftingar 122
- Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti 114
- Bjarki Már Elísson, handbolti 109
- Rut Arnfjörð Jónsdóttir, handbolti 93
- Kári Árnason, fótbolti 85
- Elvar Már Friðriksson, körfubolti 48
- Aldís Kara Bergsdóttir, skautar 40
- Hlynur Andrésson, frjálsíþróttir 32
- Ásta Kristinsdóttir, fimleikar 31
- Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti 26
- Helgi Laxdal Aðalgeirsson, fimleikar 24
- Haraldur Franklín Magnús, golf 22
- Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf 13
- Erna Sóley Gunnarsdóttir, frjálsíþróttir 10
- Már Gunnarsson, sund fatlaðra 8
- Helena Sverrisdóttir, körfubolti