spot_img
HomeFréttirMartin fjórði í kjöri íþróttamanns ársins 2021 - Elvar Már og Helena...

Martin fjórði í kjöri íþróttamanns ársins 2021 – Elvar Már og Helena fengu einnig atkvæði

Martin Hermannsson leikmaður Valencia í ACB deildinni á Spáni og íslenska landsliðsins varð fjórði í kjörinu á íþróttamanni ársins 2021. Flest atkvæðin þetta árið fékk handboltamaðurinn Ómar Ingi Magnússon leikmaður Magdeburg í Þýskalandi, önnur var Kolbrún Þöll Þorradóttir fimleikakona úr Stjörnunni og sú þriðja Kristín Þórhallsdóttir kraftlyftingakona úr ÍA.

Hér fyrir neðan má sjá þann 21 íþróttamann sem fengu flest atkvæði, en annað körfuknattleiksfólk á listanum var Elvar Már Friðriksson leikmaður Antwerp Giants í Belgíu í 11. sætinu og Helena Sverrisdóttir leikmaður Hauka í Subway deildinni í 21. sætinu.

  1. Ómar Ingi Magnús­son, hand­bolti 445
  2. Kol­brún Þöll Þorra­dótt­ir, fim­leik­ar 387
  3. Krist­ín Þór­halls­dótt­ir, kraft­lyft­ing­ar 194
  4. Mart­in Her­manns­son, körfu­bolti 150
  5. Aron Pálm­ars­son, hand­bolti 143
  6. Júlí­an J.K. Jó­hanns­son, kraft­lyft­ing­ar 122
  7. Svein­dís Jane Jóns­dótt­ir, fót­bolti 114
  8. Bjarki Már Elís­son, hand­bolti 109
  9. Rut Arn­fjörð Jóns­dótt­ir, hand­bolti 93
  10. Kári Árna­son, fót­bolti 85
  11. Elv­ar Már Friðriks­son, körfu­bolti 48
  12. Al­dís Kara Bergs­dótt­ir, skaut­ar 40
  13. Hlyn­ur Andrés­son, frjálsíþrótt­ir 32
  14. Ásta Krist­ins­dótt­ir, fim­leik­ar 31
  15. Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir, fót­bolti 26
  16. Helgi Lax­dal Aðal­geirs­son, fim­leik­ar 24
  17. Har­ald­ur Frank­lín Magnús, golf 22
  18. Guðrún Brá Björg­vins­dótt­ir, golf 13
  19. Erna Sól­ey Gunn­ars­dótt­ir, frjálsíþrótt­ir 10
  20. Már Gunn­ars­son, sund fatlaðra 8
  21. Helena Sverr­is­dótt­ir, körfu­bolti
Fréttir
- Auglýsing -