spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaArnar var ánægður með stigin...og hafði á orði að honum væri alveg...

Arnar var ánægður með stigin…og hafði á orði að honum væri alveg slétt hvernig þau komu “Þessi sigur var bara lífsnauðsynlegur fyrir okkur”

Þrír leikir voru á dagskrá í Subway deild karla í kvöld.Tveimur leikjanna var frestað vegna heimsfaraldurs, en leikur Stjörnunnar og Breiðabliks fór fram í MGH í Garðabæ þar sem að heimamenn lögðu gestina í miklum spennuleik, 117-113.

Eftir leikinn er Stjarnan í 8. sæti deildarinnar með 10 stig á meðan að Breiðablik er sæti neðar í því 9. með 8 stig.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Arnar Guðjónsson þjálfara Stjörnunnar eftir leik í MGH.

Kúlan var búin að spá því að við myndum sjá ykkur verða fyrsta liðið í vetur til að stöðva Blikana svolítið, að þið mynduð ná að hægja á þeim og spila geggjaða vörn…en það varð eins vitlaust og það gat orðið en þið vinnið samt!

Ég ætla að vona að þú hafir ekki sett allan sparnaðinn þinn á að það yrði málið, við höfðum enga stjórn á þeim!

Nei, Kúlan hefur ekki fjárráð…

Hún stjórnar ekki heimilisbókhaldinu!

Nei, sem betur fer ekki! Það myndi fara mjög illa!

Jájá!

En það gekk ekki vel að stöðva þá…

Það gekk ekki neitt, bara allan leikinn, við réðum bara ekkert við þá, ekkert flóknara en það.

Það var svolítið þannig að þeir klikkuðu bara á ögurstundu á opnum skotum…

Ég var einmitt að segja við Stöð 2 hérna rétt áðan að mér fannst þeir þegar leið á leikinn klúðra betri skotum en þeir hittu úr þegar þeir voru á rönni…

Já, það var svolítið þannig. Þannig að þú ert kannski ekki beinlínis ánægður með varnarleikinn..en þú smellir þarna í svæðisvörn, það breytir alltaf hlutunum aðeins…

Breytti aðeins rytmanum kannski…en þeir skoruðu nú alveg nóg á móti henni held ég líka en þetta slapp til.

En það var kannski sóknarleikurinn sem að blómstraði þarna seinni hluta leiks…

…já Rob bara sneri þessu við…

..já og Gabrovsek…

…Gabrovsek þarna í þriðja já, svo náðum við rosa góðu rönni þegar Tommi kom inn á og vorum í svæði með hann og Addú inn á í upphafi fjórða. Svo kom Hlynur sterkur inn í lokin og kláraði þetta. Þannig að þetta var bara kærkomið.

Er ekki sætara að vinna svona leiki…þetta var farið að líta ansi illa út þarna…

Við þurfum bara að vera raunverulegir. Þessi sigur var bara lífsnauðsynlegur fyrir okkur. Við erum ekkert í neitt sérstaklega góðum málum. Mér er eiginlega alveg sama hvernig hann kom svo framarlega sem við unnum. Þetta var gott.

Akkúrat, hvað er næsti leikur hjá ykkur?

Það veit ég ekki, ætli við spilum nokkuð fyrr en í febrúar aftur!

Einmitt!

Neinei, Willum reddar þessu! Það er Njarðvík ef það veikist enginn…

Já…sem var frestað…

Já…,,In Willum we trust“, það er bara þannig!

Það er vonandi eitthvað vit í honum, við verðum bara að láta þetta kjaftæði rúlla…og körfuboltann líka!

Það er bara þannig!

Fréttir
- Auglýsing -