Fyrir þessa umferð trónuðu Valsmenn á toppnum á meðan Breiðablik eru búnir að vera frjálsu falli og hafa tapað fjórum leikjum í röð og sátu í sjötta sæti. Leikurinn í kvöld endaði með sigri Breiðabliks, 89-76
Valur leiddi eftir fyrsta leikhluta 21-22, Valsmenn voru með undirtökin allan leikhlutann, hittu ágætlega en Blikarnir voru aldrei langt undan sem náðu að minnka muninn í lokinn með stolnum boltum og auðveldum körfum.
Annar leikhluti hófst á því að liðin skiptust á að hafa forystu, um miðbik leikhlutans herti Valur aðeins tökin og leiddi út hálfleikinn. Blikarnir voru samt aldrei langt undan. Staðan í hálfleik, 41 – 49 fyrir Val, þökk sé flautukörfu hjá Kára í vonlausri stöðu.
Blikar byrjuðu seinni hálfleikinn betur og náðu að saxa á forskotið og komast yfir. Ekki hjálpaði það Valsmönnum að Hjálmar fær á sig tvær frekar ódýrar villur með stuttu millibili áður en leikhlutinn er hálfnaður og er þá kominn með 4 villur, hann spilaði ekki meira þennan leikhlutann. En það verður ekki af Blikunum tekið að þeir hertu vörnina, stálu boltanum ítekað og Julio var í miklu stuði. Átti eitt flottasta “move” sem undirritaður hefur séð, kastaði boltanum hægra megin við Daða Lár og hljóp svo vinstra megin við hann og náði boltanum. Að loknum 3. leikhluta var Breiðablik yfir 72 – 67.
Í fjórða leikhlutanum virtist ekkert ganga hjá Val í sóknarleiknum, misstu boltan trekk í trekk og Blikarnir gengu á lagið með meðfylgjandi stemmingu. 13 stigum yfir þegar leikhlutinn var rúmlega hálfnaður. Sama hvað Valsmenn reyna, virðist ekkert fara niður, á meðan léku Blikarnir á alls oddi og skoruðu nánast að vild. Leikurinn endaði 89 – 78 fyrir Blika, kærkominn sigur Blikanna.
Hjá Blikum var Jeremy Smith stigahæstur með 20 stig, en úr ansi mörgum skottilraunum. Blikaliðið var nokkuð jafnt í dag, Julio Assis steig upp í seinni hálfleik og svo er Sigurður Pétursson alltaf stöðugur. Hjá Valsmönnum var Kári bestur 20 stig og 7 stoðsendingar, Bertone var stighæstur með 22 stig.
Næsti leikur Vals verður 2. febrúar og fá þeir Haukana í heimsókn, á meðan Breiðablik á leik 3. febrúar og fara í heimsókn til Keflavíkur.