spot_img
HomeFréttirRagnheiður og Eckerd unnu sinn sjötta leik í röð

Ragnheiður og Eckerd unnu sinn sjötta leik í röð

Ragnheiður Björk Einarsdóttir og Eckerd Tritons unnu sinn sjötta leik í röð í gærkvöldi í bandaríska háskólaboltanum er liðið hafði betur gegn Palm Beach, 78-64.

Það sem af er tímabili hafa Tritons unnið alla sex leiki sína.

Á 30 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Ragnheiður 9 stigum, 8 fráköstum og 2 stoðsendingum.

Næsti leikur Ragnheiðar og Tritons er þann 17. desember gegn Davenport.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -