Skallagrímur tilkynnti í gær að liðið myndi draga lið sitt úr keppni í Subway deild karla. Gerist þetta löngu eftir að tímabilið er hafið og hafa mörg lið deildarinnar náð í stig gegn þeim það sem af er vetri. Það var þó ekki þannig að liðin hefðu náð í jafn mörg stig frá Skallagrím og breytist staðan nokkuð við þá aðgerð sem KKÍ tilkynnti fyrr í dag um að allir leikir Skallagríms á tímabilinu skyldu strokaðir út.
Eins og sjá má hér fyrir neðan hefur sætisröðun liðanna breyst eilítið, þar sem að meðal annars Keflavík er nú fyrir utan úrslitakeppnina og Breiðablik er án sigurs í neðsta sætinu.
Tilkynning:
Stjórn kkd. Skallagríms hefur dregið lið sitt úr keppni Subway deildar kvenna. Við þetta fækkar leikjum í deildinni, þar sem allir leikir Skallagríms detta út. Þeir leikir sem Skallagrímur höfðu þegar leikið verða einnig teknir út og telja ekki í stöðutöflu Subway deildar kvenna.
Uppfært leikjaplan má sjá á mótasíðu KKÍ.