Valur lagði Keflavík í kvöld í framlengdum leik í Subway deild kvenna, 74-79. Eftir leikinn er Valur í 3. sæti deildarinnar með 16 stig á meðan að Keflavík er í 4. sætinu með 12 stig.
Karfan spjallaði við Ástu Júlíu Grímsdóttur leikmann Vals eftir leik í Blue Höllinni. Ásta Júlía átti stórgóðan leik fyrir Val í kvöld, skilaði 13 stigum og 13 fráköstum á um 36 mínútum spiluðum.