Breiðablik og Skallagrímur mættust i Smáranum í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin í tveimur neðstu sætum deildarinnar. Breiðablik í því 7. með einn sigurleik og Skallagrímur í því 8. enn án sigurs.
Gangur leiks
Blikar voru sterkari í upphafi og leiddu 7-2 eftir þrjár mínútur en Skallgrímur svaraði vel. Skallagrímur leiddi 19-23 eftir fyrsta leikhluta undir forystu Maju sem setti 12 stig í fjórðungnum. Breiðablik hóf annan fjórðunginn 14-0 þar sem framlag kom frá mörgum. Skallagrímur settu sín fyrstu stig eftir rúmar fjórar mínútur sem var upphafið á 7-0 áhlaupi og leikurinn tiltölulega jafn.ér Breiðablik hitti betur fyrir utan línuna gegn svæðisvörn Skallagríms í öðrum fjórðung og leiddu þær 44-37 í hálfleik.
Breiðablik kom sterkari til leiks í seinni hálfleik og komust 10 stigum yfir snemma í 3. fjórðungi. Skallagrímur hélt sér inn í leiknum þar sem þær svöruðu 7 stigum í röð. Í hvert skipti sem Breiðablik gerði sig líklegt til að stinga af svaraði Skallagrímur. Breiðblik átti síðasta áhlaup fjórðungsins og leiddi 62-53 að honum loknum. Breiðablik hafði undirtökin í upphafi síðasta fjórðungsins.
Staðan var 69-55 þegar rúmar sex mínútur lifðu leiks. Skallagrímur gafst þó ekki upp og minnkaði muninn í 6 stig en Iva svarði með þristi fyrir Breiðablik. Skiptust liðin svo á körfum í nokkrar sóknir þar sem Skallagrímur minnkaði muninn aftur í 6 stig þegar 90 sekúndur til leiksloka. Leonie setti eitt víti af tveimur fyrir Skallagrím og munurinn 5 stig. En lengra komst Skallagrímur ekki og Breiðablik landaði sigri 81-74.
Tölfræðin lýgur ekki
Breiðablik vann frákastabaráttuna 58-40 og tók 17 fleiri skot en liðin hittu mjög svipað vel/illa í kvöld.
Atkvæðamestar
Hjá Blikum var Michaela með góða þrennu í kvöld (20/10/10) en lið Blika var nokkuð jafn gott og kom framlag frá mörgum. Hjá Skallagrím voru þær Maja (21/7/1) og Nikola (14/8/7) bestar.
Umfjöllun / Árni Rúnar