Einn leikur fór fram í Subway deild kvenna í dag.
Haukar töpuðu fyrir Fjölni í frestuðum leik, 72-77, en liðið á enn nokkra frestaða leiki inni vegna þátttöku þeirra í riðlakeppni EuroCup.
Eftir leikinn er Fjölnir í 2.-4. sætinu með 12 stig líkt og Keflavík og Valur. Haukar eru hinsvegar sæti neðar, í því 5. með 8 stig eftir sex leiki.
Leikur dagsins
Subway deild kvenna
Haukar 72-77 Fjölnir