Ísland hefur leik í kvöld í undankeppni HM 2023 með leik gegn Hollandi í Almere.
Fyrir leikinn eru liðin á svipuðum stað á heimslista FIBA, Ísland í 25. sæti Evrópu á meðan að Holland er sæti ofar í því 24.
Ásamt Hollandi er Ísland í riðli með sterkum þjóðum Rússlands og Ítalíu, sem bæði eru nokkuð ofar á Evrópulistanum, Ítalía í 5. og Rússland 11. sæti, en í fyrri hluta undankeppninnar munu þrjúr lið komast áfram úr riðlinum.
Næsti leikur Íslands er svo komandi mánudag gegn Rússlandi í Sankti Pétursborg.
Leikurinn í kvöld gegn Hollandi hefst kl. 18:30 og verður í beinni útsendingu á RÚV2.
Hérna verður lifandi tölfræði frá leiknum
Tengt:
Þórir Guðmundur er spenntur fyrir leik morgundagsins “Erum mættir hérna til þess að vinna”
Hilmar Smári fyrir leikina gegn Hollandi og Rússlandi “Við höfum trú á okkur sjálfum”
Hjalti Þór fyrir leikina gegn Hollandi og Rússlandi “Vonandi förum við 2-0 heim”