Skallgrímur tók í kvöld á móti Keflavík í íþróttahúsinu í Borgarnesi.
Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta, og höfðu gestirnir þriggja stiga forskot að honum loknum, 21-24. Eftir það varð leikurinn hins vegar aldrei spennandi. Keflavík hafði 11 stiga forskot í hálfleik, 38-49, og 22 stiga forskot að loknum þremur leikhlutum, 47-69. Heimakonur náðu aldrei að klóra í bakkann og lokastaðan öruggur sigur Keflavíkur, 63-94.
Danielle Wallenvar stigahæst gestanna með 22 stig en Leonie Edringer skoraði 17 stigfyrir heimastúlkur.
Næst mætir Skallagrímur Val á útivelli 24. nóvember, en næsti leikur Keflavíkur er gegn Fjölni á heimavelli, 1. desember