spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKeflvíkingar lögðu Þór örugglega á Akureyri

Keflvíkingar lögðu Þór örugglega á Akureyri

Þór fékk Keflavík í heimsókn í Subway deild karla í kvöld. Liðin buðu ekki beint upp á flugeldasýningu, mikið um óþarfa mistök en svo fór að gestirnir fóru með sigur að hólmi 56-70.

Leikurinn fór hægt af stað en svo fór sóknarleikur Þórs að rúlla og þristunum rigndi niður. Á meðan voru Keflvíkingar að klikka á opnum sniðskotum og voru aðeins með sex stig þegar tvær mínútur voru eftir. Þeim tókst að tvöfalda sigafjöldan sinn fyrir lok fyrsta leikhluta. Staðan 21-12 heimamönnum í vil eftir fyrsta leikhluta.

Keflvíkingar héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og minnkuðu muninn í sex stig og spiluðu ákafann og góðann varnarleik og náðu forskoti í fyrsta sinn í leiknum um miðjan 2. Leikhluta. Þórsarar fundu engin svör við varnarleik Keflvíkinga og gestirnir fóru með sex stiga forskot inn í hálfleikinn. 31-37.

Bæði lið komu köld út í síðari hálfleikinn og þriðji leikhluti var lítið fyrir augað. Keflvíkingar náðu að auka forskotið en þeir unnu leikhlutann 17-10. Að lokum sigldu gestirnir þessu heim. 56-70 lokatölur.

Dúi Þór Jónsson var atkvæðamestur í liði Þórs með 20 stig 8 fráköst og 5 stoðsendingar.

Það stóð enginn uppúr hjá Keflvíkingum. David Okeke stigahæstur með 10 stig. Halldór Garðar Hermannsson með 8 stig og 6 stoðsendingar og Dominikas Milka með 9 stig og 11 fráköst.

Tölfræði leiks

Umfjöllun / Jóhann Þór

Fréttir
- Auglýsing -