Ísland tekur á móti Ungverjalandi kl. 20:00 í kvöld í Ólafssal í Hafnarfirði.
Hægt er að fara í miðasöluappið Stubbur og undir viðburðir og sækja sér miða, en það er Subway sem ætlar að bjóða á leikinn. Eingöngu 500 miða verða í boði í heildina á leikinn. Allir verða svo skráðir í sæti við komuna á Ásvelli.
Leikurinn er annar leikur liðsins í undankeppni EuroBasket 2023, en þeim fyrsta tapaði Ísland fyrir Rúmeníu í Búkarest síðastliðinn fimmtudag, 65-59.
Samkvæmt heimslista FIBA er Ungverjaland 28. besta landslið í heiminum og númer 19 í Evrópu. Ísland er öllu neðar, númer 67 í heiminum og 37 í Evrópu.
Ásamt Ungverjalandi og Rúmeníu er Spánn í riðli með Íslandi.