spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2023Leikur dagsins: Ísland mætir Rúmeníu kl. 16:00

Leikur dagsins: Ísland mætir Rúmeníu kl. 16:00

Íslenska kvennalandsliðið hefur leik í dag í undankeppni EuroBasket 2023 með leik gegn heimakonum í Rúmeníu. Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Samkvæmt heimslista FIBA er Rúmenía 47. besta landslið í heiminum og númer 25 í Evrópu. Ísland er öllu neðar, númer 67 í heiminum og 37 í Evrópu.

Nokkur skörð eru í leikmannahóp Íslands, en Hildur Björg Kjartansdóttir, Isabella Ósk Sigurðardóttir og Helena Sverrisdóttir eru allar frá vegna meiðsla og Sigrún Björg Ólafsdóttir verður ekki með vegna anna í skóla vestan hafs.

Hér fyrir neðan er hópurinn sem mætir Rúmeníu, en í honum eru fjórir nýliðar, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir, Dagný Lísa Davíðsdóttir, Elísabeth Ýr Ægisdóttir og Anna Ingunn Svansdóttir.

Hópurinn er því þannig skipaður:

Nafn · Lið (Landsleikir)
Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (Nýliði)
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (2)
Bríet Sif Hinriksdóttir · Haukar (6)
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (8)
Dagný Lísa Davíðsdóttir · Fjölnir (Nýliði)
Embla Kristínardóttir · Skallagrímur (21)
Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir · Fjölnir (Nýliði)
Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (Nýliði)
Hallveig Jónsdóttir · Valur (25)
Lovísa Björt Henningsdóttir · Haukar (6)
Sara Rún Hinriksdóttir · Phoenix Constanta, Rúmenía (23)
Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (21)

Heimasíða keppninnar

Liðið ferðast svo heim á morgun föstudag og leikur heima í Ólafssal gegn Ungverjalandi sunnudaginn 14. nóvember kl. 20:00.

Fréttir
- Auglýsing -