Sigrún Björg Ólafsdóttir og Chattanooga Mocs máttu þola tap í nótt í fyrsta deildarleik bandaríska háskólaboltans fyrir Belmont Bruins, 88-70.
Sigrún Björg var í byrjunarliði Mocs í leiknum. Á 36 mínútum spiluðum skilaði hún 11 stigum, 2 fráköstum og stoðsendingu, en hún var 5 af 8 í skotum af vellinum í leiknum.
Næsti leikur Mocs er gegn Tennesse Tech þann 14. nóvember.