Elvar Már Friðriksson og Antwerp Giants máttu þola tap í kvöld í riðlakeppni Europe Cup er liðið laut í lægra haldi gegn Ionikos, 87-90.
Giants eru þrátt fyrir tapið í efsta sæti F riðils með þrjá sigra og tvö töp það sem af er tímabili.
Elvar Már átti nokkuð góðan leik fyrir Giants þrátt fyrir tapið. Á um 30 mínútum spiluðum skilaði hann 28 stigum, 6 fráköstum og 8 stoðsendingum.
Næsti leikur Giants í keppninni er þann 17. nóvember gegn löndum sínum úr Belfius Mons.