Elvar Már Friðriksson og Antwerp Giants máttu þola tap í kvöld fyrir Filou Oostende í BNXT deildinni í Belgíu eftir framlengdan leik, 85-88.
Eftir leikinn eru Giants í 2.-3. sæti deildarinnar ásamt Belfius Mons með fimm sigra og þrjú töp það sem af er tímabili.
Á tæpri 31 mínútu spilaðri skilaði Elvar Már 8 stigum, 8 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.
Það var Elvar Már sem tryggði Giants framlenginguna í kvöld, en hér fyrir neðan má sjá sturlaða flautukörfu hans í lok venjulegs leiktíma.
Næsti leikur Giants í deildinni er gegn Okapi Aalst þann 13. nóvember.