Þóra Kristín Jónsdóttir, Ástrós Lena Ægisdóttir og AKS Falcon héldu sigurgöngu sinni áfram í kvöld í dönsku úrvalsdeildinni er liðið lagði BMS Herlev örugglega, 75-62.
Eftir leikinn er Falcon eitt á toppi deildarinnar með fjóra sigra og ekkert tap það sem af er tímabili.
Á tæpum 30 mínútum spiluðum skilaði Þóra Kristín 11 stigum, 4 fráköstum, 5 stoðsendingum og 3 stolnum boltum. Ástrós Lena hafði öllu hægar um sig, spilaði tæpar 9 mínútur og skilaði frákasti og stolnum bolta.
Næsti leikur Falcon í deildinni er þann 3. nóvember gegn Aabyhoj.