Sara Rún Hinriksdóttir og Faenza unnu góðan sigur í kvöld á San Giovanni Valdarno í ítölsku úrvalsdeildinni, 70-54.
Faenza er eftir leikinn í 10. sæti deildarinnar með sex sigra og ellefu töp það sem af er tímabili.
Á rúmum 16 mínútum spiluðum skilaði Sara Rún 11 stigum, stoðsendingu og 2 stolnum boltum.
Næsti leikur Söru og Faenza er þann 29. janúar gegn Campobasso.