Haukar lögðu Grindavík í kvöld í 5. umferð Subway deildar kvenna, 50-84.
Haukar eru eftir leikinn í 4. sæti deildarinnar með þrjá sigra og eitt tap á meðan að Grindavík er í 6.-7. sætinu ásamt Breiðablik með einn sigur og fjögur töp það sem af er tímabili.
Karfan spjallaði við Bjarna Magnússon þjálfara Hauka eftir leik í HS Orku Höllinni. Bjarni tjáir sig meðal annars um meiðsli Helenu Sverrisdóttur, sem meiddist á hnéi og þurfti að yfirgefa leikinn eftir 8 mínútna leik.
Viðtal / Sigurbjörn Daði