Haukar leika sinn annan leik í riðlakeppni EuroCup í kvöld er liðið heimsækir Tarbes GB í suðvestur Frakklandi.
Á fyrsta leikdegi riðlakeppninnar töpuðu Haukar leik sínum gegn öðru frönsku liði D´Ascq á sama tíma og Tarbes lagði KP Brno í hinum leik L riðils.
Tarbes er nokkuð sterkt félag í Frakklandi, en besti árangur þeirra síðastliðin fimm tímabil var annað sætið leiktíðina 2017-18, en félagið hefur frá aldamótum í fimm skipti farið í úrslit, þar sem að eini franski titill þeirra kom tímabilið 2009-2010.
Lið Tarbes er að mestu sett saman úr frönskum leikmönnum, en þar eru þó einn bandaríkjamaður, svartfellingur og þá er einn leikmaður frá Púertó Ríkó.
Leikurinn hefst kl. 18:00 í kvöld og verður í beinni útsendingu hér fyrir neðan.