Dominykas Milka ræðir við leikmann Keflavíkur CJ Burks um hvernig það hafi verið að leika með AAU liðum, framhalds og háskólaliðum í Vestur Virginíu, hvernig körfuboltinn sé honum í blóð borinn og hvernig það hafi verið að gerast atvinnumaður eftir skólagönguna. Þá ræðir hann einnig við hann um nokkra af þeim hlutum sem eru í bígerð eða farnir af stað utan körfubolta hjá leikmanninum, sem meðal annars hefur verið að gefa út tónlist í sumar.
Social Chameleon mun koma reglulega út í vetur, en í því mun Dominykas ræða við áhugavert fólk bæði um hin ýmsu málefni sem snerta körfuknattleik, sem og málefni líðandi stundar.
Social Chameleon er í boði Kristalls, Lykils og Subway.
Með Dominykas er sem áður ritstjóri Körfunnar Davíð Eldur.
Hlustendum er bent á Instagram síðu þáttarins fyrir tillögur að skemmtilegu efni, sem og til þess að senda inn spurningar, en hún er aðgengileg hér.