spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaHaukar bestir á báðum endum vallarins - Hrunamenn leika hraðast allra liða

Haukar bestir á báðum endum vallarins – Hrunamenn leika hraðast allra liða

Körfuboltatölfræðingurinn Hörður Tulinius hefur reiknað út stöðu liða fyrstu deildar karla eftir fyrstu umferðirnar útfrá því sem í daglegu tali þekkist sem tölfræði fyrir lengra komna (e. advanced statistics) og þekkist víða í hinum stóra heimi körfubolta.

Hörður Tulinius / twitter.com/HordurTulinius

Samkvæmt greiningunni eru Haukar besta lið deildarinnar með 53,3 í Net Rating. Næstir á eftir þeim kemur Höttur með 29,8, og Álftanes í því þriðja með 17,4. Versta lið deildarinnar eru ÍA með -39,6 í Net Rating, en þar undan eru Hrunamenn með -25,4 og Skallagrímur þriðja versta liðið með -22,8.

Á sóknarhelmingi vallarins eru Haukar bestir, með 2,4 í einkunn, Höttur fyrir aftan þá með 2,9 og Selfoss með þriðju bestu sóknina, 3,6. Versta sókn deildarinnar er hjá ÍA, en einkunn þeirra er 8,5 og næst versta sóknin er hjá Skallagrím, 8,0.

Á varnarhelmingi vallarins bera Haukar svo höfuð og herðar yfir önnur lið, með 1,3 í einkunn, en versta vörnin hingað til hefur verið hjá ÍA, 8,7.

Þá er þarna einnig að finna útreikninga fyrir hraða liðanna. Samkvæmt útreikningum leika Hrunamenn hraðast, 89,0 sóknir í leik á meðan að fæstar sóknir í leik eru hjá Álftanesi, 76,0.

Hörður Tulinius / twitter.com/HordurTulinius

Fyrir frekari útskýringar á flokkum fjórþáttagreiningarinnar er hægt að lesa hér
Fréttir
- Auglýsing -